Skilmálar og skilyrði
Almennir skilmálar
Þessir skilmálar gilda um allar vörur þessarar vefsíðu. Með því að versla hjá okkur samþykkir þú eftirfarandi reglur varðandi kaup, sendingar, skilarétt og þjónustu. Vinsamlegast lestu vel yfir áður en þú verslar.
Notkun á vörum
Vörur þessar eru ætlaðar fagfólki og/eða einstaklingum með grunnþekkingu á naglavinnu. Við berum ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna rangrar notkunar eða meðhöndlunar.
Greiðslur
Við tökum við greiðslum í gegnum Teya og/eða millifærslum
Öll verð eru birt í íslenskum krónum og innihalda VSK nema annað sé tekið fram.
Sendingarkostnaður reiknast við kassa (í checkout).
Pöntun og staðfesting
Þegar pöntun hefur verið lögð inn berst staðfesting í tölvupósti. Við áskiljum okkur rétt til að hafna pöntunum ef vara er uppseld, rangt verð birtist eða tæknileg villa kemur upp.
Sendingar og afhending
SISSIxONNOYNEGLUR gefur sér 1-3 virka daga til að pakka og ganga frá pöntunum.
Sendingarkostnaður reiknast við greiðslu og fer eftir þyngd og afhendingaraðferð.
Sendingar berast á næsta pósthús, póstbox eða valdnar Dropp staðsetningar nema um annað hafi verið samið.
Við berum ekki ábyrgð á töfum eða skemmdum sem verða eftir að sending fer frá okkur.
Skilaréttur og endurgreiðslur
Vegna hreinlætis og öryggis eru nagla- og snyrtivörur ekki endurgreiddar eða endursendar ef pakkningin hefur verið opnuð og/eða varan prófuð.
Óopnaðri vöru má skila innan 14 daga gegn framvísun kvittunar.
Ef vara reynist gölluð eða skemmd við afhendingu skal tilkynna það innan 48 klst. með myndum. Við bjóðum þá skipti eða endurgreiðslu.
Vörulýsing og birting
Við leggjum áherslu á að allar vörumyndir og lýsingar séu sem nákvæmastar.
Litir geta þó breyst lítillega vegna mismunandi skjá- og birtustillinga.
Persónuvernd
Persónuupplýsingar eru einungis notaðar til að vinna pöntun, senda tilkynningar og bæta þjónustu. Við deilum aldrei upplýsingum með þriðja aðila nema nauðsynlegt sé vegna greiðslu eða sendinga.
Höfundarréttur
Allt efni á vefsíðunni - myndir, textar, logo, vörulýsingar - eru eign fyrirtækisins og má ekki afrita eða nota án leyfis frá eiganda.
Gildandi lög
Um skilmálana og viðskipti á vefnum gilda íslensk lög. Ágreining skal reyna að leysa í samvinnu, en ella fyrir íslenskum dómstólum.
Hafa samband
Ef þú hefur spurningar, vandamál eða þarft aðstoð geturðu sent okkur email og við reynum að svara þér sem fyrst,
📧: mariaonnoy@gmail.com