Onnoy Neglur

Hér er hægt að bóka tíma í neglur ásamt því að versla vörur frá dreifingaraðila Candy Coat á Íslandi.

Ásetning eða lagfæring?

Hér getur þú bókað tíma í neglur hjá Onnoy Neglur í gegnum link inná Noona.is, getur einnig gert það í gegnum Noona appið -OnnoyNeglur.

þú bókar í nýja ásetningu þegar þú ert að koma í fyrsta skipti og/ eða með engar neglur á þér.

þú bókar í lagfæringu með reglulegu millibili. Yfirleitt mælt með 3-5 vikna fresti, fer eftir vexti þinna náttúrulegu nagla og/eða hvernig neglur þú ert með. Í lagfæringu er fyllt upp í þann vöxt sem hefur orðið á milli gervi naglarinnar og þeirrar náttúrulegu.

 Um mig

 

Hæ! Ég heiti Guðbjörg María Onnoy og hef starfað við neglur frá árinu 2018. Útskrifaðist sem naglafræðingur frá Magnetic naglaskólanum í Hafnafirði 2019 og hef síðan þá bætt við mig diplómum og reynslu úr ýmsum áttum.

Ég sérhæfi mig í naglaskrauti, handmálun og krefjandi verkefnum! Alltaf opin fyrir því að prufa eitthvað nýtt en inn á milli er ég einnig full fær um einfaldar, stuttar hversdags neglur.

Neglur fyrir mér eru upplifun og ákveðið tjáningarfrelsi. Leið til þess að gera fallega sál og litríkan persónuleika sýnilegan öllum öðrum!

Inni á þessari síðu getur þú einnig verslað vörur sem ég nota á minni stofu, gellökk, yfirlakk og naglabandaolíu svo eitthvað sé nefnt.

Ég hlakka til að sjá þig!

Gellökk, PRO Palette

Úrvals litir sérhannaðir fyrir naglafræðinga. Silkimjúk áferðin skilur eftir sig fallegan glans og þarf 30-60 sek inni í UV/LED lampa. Fullkominn fyrir hand- og fótsnyrtingu, nail art og allt þar á milli. Setjið þunnt lag í fyrstu umferð til þess að tryggja að liturinn þorni almennilega, aðra umferð ef þörf krefur.

Hafðu samband

Staðsetning

Fossvegur 2, íbúð 201

800 Selfoss

Upplýsingar

Instagram: Onnoy_Neglur

TikTok: OnnoyNeglur

Facebook: Onnoy-neglur

Netfang: onnoyneglur@gmail.com

Opnunartími

Neglur: mán-fös 9:30 -17

Fossvegur 2, Selfoss